Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 14:00 Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump. AP/Susan Walsh Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira