Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:30 Michael Cohen svaraði spurningum þingmanna í um sjö tíma. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30