Stefnt að fundi með pólsku skipasmíðastöðinni í næstu viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. apríl 2019 11:51 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi Vegagerðin Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15
Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45
Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34