Innlent

Áfram er þörf á að dýpka

Ari Brynjólfsson skrifar
Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar frá því í nóvember.
Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar frá því í nóvember. Fréttablaðið/Óskar
Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. Óvissa er um hvenær nýja ferjan kemur. Nú standa yfir viðræður milli pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. og Vegagerðarinnar um 1,2 milljarða kröfu.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur gefið út að reikningurinn frá Crist verði ekki greiddur og á meðan bíður ferjan í Gdynia. Landeyjahöfn var síðast dýpkuð í mars í fyrra en hefur verið lokuð frá því í nóvember. Vegagerðin segir ómögulegt að vita hvenær höfnin verði opnuð aftur.

Fram kemur í svari frá Vegagerðinni að það muni áfram þurfa að dýpka en munurinn sé sá að nýr Herjólfur risti 1,5 metrum grynnra en sá sem nú siglir. Landeyjahöfn sé í raun hönnuð fyrir nýju ferjuna. Kostnaður mun sem fyrr hlaupa á hundruðum milljóna á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×