Mourinho faldi sig í óhreina þvottinum og var næstum því dáinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 10:00 Jose Mourinho skoðar vaxstyttu af sjálfum sér árið 2005. Vísir/Getty Það heyrðist ekki neitt í Jose Mourinho fyrstu vikurnar eftir að hann var rekinn frá Manchester United en portúgalski knattspyrnustjórinn kom aftur á móti til baka með látum. Jose Mourinho lét nefnilega ýmislegt flakka í heimsókn sinni í sjónvarpsþátt beIN Sports og eitt af því var að viðurkenna það að „gróusaga“ frá Meistaradeildarleik fyrir að verða fjórtán árum var hreinn og beinn sannleikur eftir allt saman. Mourinho viðurkenndi að hafa falið sig í körfu með óhreina þvottinum þegar hann mátti hvergi koma nálægt liði sínu í Meistaradeildarleik. Mourinho tók út leikbann í umræddum leik en notaði afar sérstaka aðferð til að leika á eftirlitsmenn UEFA. Ensku blöðin höfðu skrifað um þetta mál árið 2007 eða tveimur árum eftir atvikið en höfðu engin alvöru sönnunargögn. Chelsea neitaði þessu meðal annars í sérstakri yfirlýsingu. Nú er hins vegar enginn vafi á því að Mourinho gerði allt til þess að hitta leikmenn sína fyrir leik, líka þótt að hann ætti að vera í banni.Jose Mourinho has finally admitted he hid in a laundry basket in 2005 to get around a two-match UEFA ban and deliver Chelsea's team talk. pic.twitter.com/HxLFBOZpuD — ESPN FC (@ESPNFC) January 20, 2019Umræddur leikur var á milli Chelsea og Bayern München í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikurinn og fór hann fram á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði upp eitt markið í 4-2 sigri. Chelsea tapaði seinni leiknum í Þýskalandi en vann 6-5 samanlagt. „Ég fór inn í búningsklefann fyrr um daginn og var þar frá miðjum degi þar til klukkan sjö þegar leikurinn hófst. Ég vildi vera inn í klefa þegar leikmennirnir mínir mættu,“ sagði hinn 55 ára gamli knattspyrnustjóri í þættinum á beIN Sports. „Ég komst inn í klefann án þess að einhver sá mig. Vandamálið var bara að komast aftur út. Búningsstjórinn Stewart Bannister setti mig þá ofan í körfuna með óhreina þvottinum. Það var smá op þannig að ég gat andað,“ lýsti Jose Mourinho. „Svo þegar hann ætlaði að fara með körfuna út úr klefanum þá voru UEFA-mennirnir að fylgjast með því þær ætluðu sér að finna mig. Hann tók þá til þess ráðs að loka körfunni og þá gat ég ekki andað. Þegar hann loksins opnaði körfuna aftur þá var ég að deyja. Ég er að tala í alvörunni. Ég er með innilokunarkennd. Ég lofa, þetta er satt,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Það heyrðist ekki neitt í Jose Mourinho fyrstu vikurnar eftir að hann var rekinn frá Manchester United en portúgalski knattspyrnustjórinn kom aftur á móti til baka með látum. Jose Mourinho lét nefnilega ýmislegt flakka í heimsókn sinni í sjónvarpsþátt beIN Sports og eitt af því var að viðurkenna það að „gróusaga“ frá Meistaradeildarleik fyrir að verða fjórtán árum var hreinn og beinn sannleikur eftir allt saman. Mourinho viðurkenndi að hafa falið sig í körfu með óhreina þvottinum þegar hann mátti hvergi koma nálægt liði sínu í Meistaradeildarleik. Mourinho tók út leikbann í umræddum leik en notaði afar sérstaka aðferð til að leika á eftirlitsmenn UEFA. Ensku blöðin höfðu skrifað um þetta mál árið 2007 eða tveimur árum eftir atvikið en höfðu engin alvöru sönnunargögn. Chelsea neitaði þessu meðal annars í sérstakri yfirlýsingu. Nú er hins vegar enginn vafi á því að Mourinho gerði allt til þess að hitta leikmenn sína fyrir leik, líka þótt að hann ætti að vera í banni.Jose Mourinho has finally admitted he hid in a laundry basket in 2005 to get around a two-match UEFA ban and deliver Chelsea's team talk. pic.twitter.com/HxLFBOZpuD — ESPN FC (@ESPNFC) January 20, 2019Umræddur leikur var á milli Chelsea og Bayern München í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikurinn og fór hann fram á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði upp eitt markið í 4-2 sigri. Chelsea tapaði seinni leiknum í Þýskalandi en vann 6-5 samanlagt. „Ég fór inn í búningsklefann fyrr um daginn og var þar frá miðjum degi þar til klukkan sjö þegar leikurinn hófst. Ég vildi vera inn í klefa þegar leikmennirnir mínir mættu,“ sagði hinn 55 ára gamli knattspyrnustjóri í þættinum á beIN Sports. „Ég komst inn í klefann án þess að einhver sá mig. Vandamálið var bara að komast aftur út. Búningsstjórinn Stewart Bannister setti mig þá ofan í körfuna með óhreina þvottinum. Það var smá op þannig að ég gat andað,“ lýsti Jose Mourinho. „Svo þegar hann ætlaði að fara með körfuna út úr klefanum þá voru UEFA-mennirnir að fylgjast með því þær ætluðu sér að finna mig. Hann tók þá til þess ráðs að loka körfunni og þá gat ég ekki andað. Þegar hann loksins opnaði körfuna aftur þá var ég að deyja. Ég er að tala í alvörunni. Ég er með innilokunarkennd. Ég lofa, þetta er satt,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn