Mourinho faldi sig í óhreina þvottinum og var næstum því dáinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 10:00 Jose Mourinho skoðar vaxstyttu af sjálfum sér árið 2005. Vísir/Getty Það heyrðist ekki neitt í Jose Mourinho fyrstu vikurnar eftir að hann var rekinn frá Manchester United en portúgalski knattspyrnustjórinn kom aftur á móti til baka með látum. Jose Mourinho lét nefnilega ýmislegt flakka í heimsókn sinni í sjónvarpsþátt beIN Sports og eitt af því var að viðurkenna það að „gróusaga“ frá Meistaradeildarleik fyrir að verða fjórtán árum var hreinn og beinn sannleikur eftir allt saman. Mourinho viðurkenndi að hafa falið sig í körfu með óhreina þvottinum þegar hann mátti hvergi koma nálægt liði sínu í Meistaradeildarleik. Mourinho tók út leikbann í umræddum leik en notaði afar sérstaka aðferð til að leika á eftirlitsmenn UEFA. Ensku blöðin höfðu skrifað um þetta mál árið 2007 eða tveimur árum eftir atvikið en höfðu engin alvöru sönnunargögn. Chelsea neitaði þessu meðal annars í sérstakri yfirlýsingu. Nú er hins vegar enginn vafi á því að Mourinho gerði allt til þess að hitta leikmenn sína fyrir leik, líka þótt að hann ætti að vera í banni.Jose Mourinho has finally admitted he hid in a laundry basket in 2005 to get around a two-match UEFA ban and deliver Chelsea's team talk. pic.twitter.com/HxLFBOZpuD — ESPN FC (@ESPNFC) January 20, 2019Umræddur leikur var á milli Chelsea og Bayern München í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikurinn og fór hann fram á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði upp eitt markið í 4-2 sigri. Chelsea tapaði seinni leiknum í Þýskalandi en vann 6-5 samanlagt. „Ég fór inn í búningsklefann fyrr um daginn og var þar frá miðjum degi þar til klukkan sjö þegar leikurinn hófst. Ég vildi vera inn í klefa þegar leikmennirnir mínir mættu,“ sagði hinn 55 ára gamli knattspyrnustjóri í þættinum á beIN Sports. „Ég komst inn í klefann án þess að einhver sá mig. Vandamálið var bara að komast aftur út. Búningsstjórinn Stewart Bannister setti mig þá ofan í körfuna með óhreina þvottinum. Það var smá op þannig að ég gat andað,“ lýsti Jose Mourinho. „Svo þegar hann ætlaði að fara með körfuna út úr klefanum þá voru UEFA-mennirnir að fylgjast með því þær ætluðu sér að finna mig. Hann tók þá til þess ráðs að loka körfunni og þá gat ég ekki andað. Þegar hann loksins opnaði körfuna aftur þá var ég að deyja. Ég er að tala í alvörunni. Ég er með innilokunarkennd. Ég lofa, þetta er satt,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Það heyrðist ekki neitt í Jose Mourinho fyrstu vikurnar eftir að hann var rekinn frá Manchester United en portúgalski knattspyrnustjórinn kom aftur á móti til baka með látum. Jose Mourinho lét nefnilega ýmislegt flakka í heimsókn sinni í sjónvarpsþátt beIN Sports og eitt af því var að viðurkenna það að „gróusaga“ frá Meistaradeildarleik fyrir að verða fjórtán árum var hreinn og beinn sannleikur eftir allt saman. Mourinho viðurkenndi að hafa falið sig í körfu með óhreina þvottinum þegar hann mátti hvergi koma nálægt liði sínu í Meistaradeildarleik. Mourinho tók út leikbann í umræddum leik en notaði afar sérstaka aðferð til að leika á eftirlitsmenn UEFA. Ensku blöðin höfðu skrifað um þetta mál árið 2007 eða tveimur árum eftir atvikið en höfðu engin alvöru sönnunargögn. Chelsea neitaði þessu meðal annars í sérstakri yfirlýsingu. Nú er hins vegar enginn vafi á því að Mourinho gerði allt til þess að hitta leikmenn sína fyrir leik, líka þótt að hann ætti að vera í banni.Jose Mourinho has finally admitted he hid in a laundry basket in 2005 to get around a two-match UEFA ban and deliver Chelsea's team talk. pic.twitter.com/HxLFBOZpuD — ESPN FC (@ESPNFC) January 20, 2019Umræddur leikur var á milli Chelsea og Bayern München í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikurinn og fór hann fram á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði upp eitt markið í 4-2 sigri. Chelsea tapaði seinni leiknum í Þýskalandi en vann 6-5 samanlagt. „Ég fór inn í búningsklefann fyrr um daginn og var þar frá miðjum degi þar til klukkan sjö þegar leikurinn hófst. Ég vildi vera inn í klefa þegar leikmennirnir mínir mættu,“ sagði hinn 55 ára gamli knattspyrnustjóri í þættinum á beIN Sports. „Ég komst inn í klefann án þess að einhver sá mig. Vandamálið var bara að komast aftur út. Búningsstjórinn Stewart Bannister setti mig þá ofan í körfuna með óhreina þvottinum. Það var smá op þannig að ég gat andað,“ lýsti Jose Mourinho. „Svo þegar hann ætlaði að fara með körfuna út úr klefanum þá voru UEFA-mennirnir að fylgjast með því þær ætluðu sér að finna mig. Hann tók þá til þess ráðs að loka körfunni og þá gat ég ekki andað. Þegar hann loksins opnaði körfuna aftur þá var ég að deyja. Ég er að tala í alvörunni. Ég er með innilokunarkennd. Ég lofa, þetta er satt,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira