Hann er grunaður um að hafa sent minnst fjórtán sprengjur og Alríkislögreglan segir hann hafa skilið fingraför sín eftir á minnst einni þeirra. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm glæpi og á yfir höfði sér allt að 58 ára fangelsisvist.
Trump fordæmdi sendingarnar í dag og sagði að Bandaríkjamenn ættu að sameinast. Það var þó einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann kvartaði yfir því á Twitter hve mikið fjölmiðlar fjölluðu um sprengjurnar og gaf í skyn að umfjöllunin væri að koma niður á kosningabaráttu Repúblikanaflokksins.
Þar að auki setti hann orðið sprengja í gæsalappir sem er án efa tilvísun í samsæriskenningar Trump-liða um að Demókratar hafi sviðsett sprengjusendingarnar til að reyna að grafa undan Repúblikanaflokknum í komandi kosningum.
Republicans are doing so well in early voting, and at the polls, and now this “Bomb” stuff happens and the momentum greatly slows - news not talking politics. Very unfortunate, what is going on. Republicans, go out and vote!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2018
Samkvæmt heimildum Washington Post býr Sayoc nærri þeim stað þar sem hann á að hafa sent sprengjurnar. Árið 2012 lýsti hann sig gjaldþrota og flutti til móður sinnar í Flórída. Ættingjar hans hafa ekki svarað símtölum fjölmiðla í dag.
Ekki liggur fyrir hvort hann sé talinn hafa verið einn að verki eða hvort hann eigi samstarfsmenn.
Daily Beast segir Sayoc hafa verið virkan á Twitter og Facebook og þar hafi hann reglulega birt samsæriskenningar um marga þeirra sem hann er sakaður um að hafa sent sprengjur. Þar má einnig finna hótanir í garð þeirra og til dæmis skrifaði hann tíst um George Soros og sagði: „Þú munt hverfa“. Fyrsta sprengjan sem fannst var send til Soros.
Hann hafði sömuleiðis skrifað um skotárásina í Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída. Sayoc sagði að árásin hefði í raun verið falskur fáni, eins og það er kallað, og aðgerðin hefði verið skipulögð af Soros og framsæknum bandamönnum hans. Daily Beast segir sömuleiðis að Sayoc hafi verið mikill stuðningsmaður Trump, miðað við Facebook síðu hans.
David Hoggs fake phony big gets con job never attended Parkland High School.He graduated 2015 from Redondo Bch High School.He is a paid George Soros actor fraud pic.twitter.com/oGKD53q1F2
— Cesar Altieri (@hardrock2016) August 12, 2018
Þá birti Sayoc myndband í sumar, sem virðist hafa verið tekið á kosningafundi forsetans.
Happy Birthday tge greatest President Ever Trump Trump Trump pic.twitter.com/VoXvQMGApi
— Cesar Altieri (@hardrock2016) June 7, 2018