Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2018 17:30 Rannsakendur hafa meðal annars skoðað sendiferðabíl sem er í eigu Sayoc. Vísir/AP Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. Hann heitir Cesar Sayoc, er 56 ára gamall, og á langan sakaferil að baki. Fleiri en tíu sprengjur hafa á undanförnum dögum verið sendar á pólitíska andstæðinga og gagnrýnendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann er grunaður um að hafa sent minnst fjórtán sprengjur og Alríkislögreglan segir hann hafa skilið fingraför sín eftir á minnst einni þeirra. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm glæpi og á yfir höfði sér allt að 58 ára fangelsisvist. Trump fordæmdi sendingarnar í dag og sagði að Bandaríkjamenn ættu að sameinast. Það var þó einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann kvartaði yfir því á Twitter hve mikið fjölmiðlar fjölluðu um sprengjurnar og gaf í skyn að umfjöllunin væri að koma niður á kosningabaráttu Repúblikanaflokksins. Þar að auki setti hann orðið sprengja í gæsalappir sem er án efa tilvísun í samsæriskenningar Trump-liða um að Demókratar hafi sviðsett sprengjusendingarnar til að reyna að grafa undan Repúblikanaflokknum í komandi kosningum.Republicans are doing so well in early voting, and at the polls, and now this “Bomb” stuff happens and the momentum greatly slows - news not talking politics. Very unfortunate, what is going on. Republicans, go out and vote! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2018 Starfsmenn AP fréttaveitunnar hafa flett í gegnum dómsskjöl og þar sem nöfn sakborninga eru birt í dómum þar í landi komust þeir að því að Sayoc á langan sakaferil að baki. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að stela bíl, þjófnað og fyrir sprengjuhótun. Þar að auki hefur hann verið dæmdur fyrir fjársvik og fyrir að meðhöndla sönnunargögn.Samkvæmt heimildum Washington Post býr Sayoc nærri þeim stað þar sem hann á að hafa sent sprengjurnar. Árið 2012 lýsti hann sig gjaldþrota og flutti til móður sinnar í Flórída. Ættingjar hans hafa ekki svarað símtölum fjölmiðla í dag. Ekki liggur fyrir hvort hann sé talinn hafa verið einn að verki eða hvort hann eigi samstarfsmenn.Daily Beast segir Sayoc hafa verið virkan á Twitter og Facebook og þar hafi hann reglulega birt samsæriskenningar um marga þeirra sem hann er sakaður um að hafa sent sprengjur. Þar má einnig finna hótanir í garð þeirra og til dæmis skrifaði hann tíst um George Soros og sagði: „Þú munt hverfa“. Fyrsta sprengjan sem fannst var send til Soros. Hann hafði sömuleiðis skrifað um skotárásina í Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída. Sayoc sagði að árásin hefði í raun verið falskur fáni, eins og það er kallað, og aðgerðin hefði verið skipulögð af Soros og framsæknum bandamönnum hans. Daily Beast segir sömuleiðis að Sayoc hafi verið mikill stuðningsmaður Trump, miðað við Facebook síðu hans. David Hoggs fake phony big gets con job never attended Parkland High School.He graduated 2015 from Redondo Bch High School.He is a paid George Soros actor fraud pic.twitter.com/oGKD53q1F2 — Cesar Altieri (@hardrock2016) August 12, 2018 Sayoc birti sömuleiðis margar neikvæðar færslur um innflytjendur og múslima. Þó hrósaði hanni vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir að taka samkynhneigða menn af lífi á yfirráðasvæði þeirra. Þá birti Sayoc myndband í sumar, sem virðist hafa verið tekið á kosningafundi forsetans.Happy Birthday tge greatest President Ever Trump Trump Trump pic.twitter.com/VoXvQMGApi — Cesar Altieri (@hardrock2016) June 7, 2018 Bandaríkin Tengdar fréttir Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. Hann heitir Cesar Sayoc, er 56 ára gamall, og á langan sakaferil að baki. Fleiri en tíu sprengjur hafa á undanförnum dögum verið sendar á pólitíska andstæðinga og gagnrýnendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann er grunaður um að hafa sent minnst fjórtán sprengjur og Alríkislögreglan segir hann hafa skilið fingraför sín eftir á minnst einni þeirra. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm glæpi og á yfir höfði sér allt að 58 ára fangelsisvist. Trump fordæmdi sendingarnar í dag og sagði að Bandaríkjamenn ættu að sameinast. Það var þó einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann kvartaði yfir því á Twitter hve mikið fjölmiðlar fjölluðu um sprengjurnar og gaf í skyn að umfjöllunin væri að koma niður á kosningabaráttu Repúblikanaflokksins. Þar að auki setti hann orðið sprengja í gæsalappir sem er án efa tilvísun í samsæriskenningar Trump-liða um að Demókratar hafi sviðsett sprengjusendingarnar til að reyna að grafa undan Repúblikanaflokknum í komandi kosningum.Republicans are doing so well in early voting, and at the polls, and now this “Bomb” stuff happens and the momentum greatly slows - news not talking politics. Very unfortunate, what is going on. Republicans, go out and vote! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2018 Starfsmenn AP fréttaveitunnar hafa flett í gegnum dómsskjöl og þar sem nöfn sakborninga eru birt í dómum þar í landi komust þeir að því að Sayoc á langan sakaferil að baki. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að stela bíl, þjófnað og fyrir sprengjuhótun. Þar að auki hefur hann verið dæmdur fyrir fjársvik og fyrir að meðhöndla sönnunargögn.Samkvæmt heimildum Washington Post býr Sayoc nærri þeim stað þar sem hann á að hafa sent sprengjurnar. Árið 2012 lýsti hann sig gjaldþrota og flutti til móður sinnar í Flórída. Ættingjar hans hafa ekki svarað símtölum fjölmiðla í dag. Ekki liggur fyrir hvort hann sé talinn hafa verið einn að verki eða hvort hann eigi samstarfsmenn.Daily Beast segir Sayoc hafa verið virkan á Twitter og Facebook og þar hafi hann reglulega birt samsæriskenningar um marga þeirra sem hann er sakaður um að hafa sent sprengjur. Þar má einnig finna hótanir í garð þeirra og til dæmis skrifaði hann tíst um George Soros og sagði: „Þú munt hverfa“. Fyrsta sprengjan sem fannst var send til Soros. Hann hafði sömuleiðis skrifað um skotárásina í Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída. Sayoc sagði að árásin hefði í raun verið falskur fáni, eins og það er kallað, og aðgerðin hefði verið skipulögð af Soros og framsæknum bandamönnum hans. Daily Beast segir sömuleiðis að Sayoc hafi verið mikill stuðningsmaður Trump, miðað við Facebook síðu hans. David Hoggs fake phony big gets con job never attended Parkland High School.He graduated 2015 from Redondo Bch High School.He is a paid George Soros actor fraud pic.twitter.com/oGKD53q1F2 — Cesar Altieri (@hardrock2016) August 12, 2018 Sayoc birti sömuleiðis margar neikvæðar færslur um innflytjendur og múslima. Þó hrósaði hanni vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir að taka samkynhneigða menn af lífi á yfirráðasvæði þeirra. Þá birti Sayoc myndband í sumar, sem virðist hafa verið tekið á kosningafundi forsetans.Happy Birthday tge greatest President Ever Trump Trump Trump pic.twitter.com/VoXvQMGApi — Cesar Altieri (@hardrock2016) June 7, 2018
Bandaríkin Tengdar fréttir Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28
Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30
Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17