Erlent

Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikill viðbúnaður var í New York í dag.
Mikill viðbúnaður var í New York í dag. AP/Kevin Hagen
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa manneskju í haldi grunaða um að bera ábyrgð á fjölda sprengja sem meðal annars áttu að berast til Hillary og Bill Clinton og Barack og Michelle Obama. Einnig var sprengja send til höfuðstöðva CNN í New York.

Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ekki vera sprengja.

Tveir pakkar til viðbótar fundust í Flórída og New York í dag.

Pakkarnir voru sendir á miðvikudag en einn þeirra rataði á veitingastað leikarans Robert de Niro.

Einnig var sprengja send til fjárfestisins George Soros á þriðjudag. Pakkinn sem sendur var til CNN var stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna.

Þessar sendingar áttu sér stað tæpum tveimur vikum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna

Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×