KR valtaði yfir Aftureldingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 16:00 KR-ingar fagna. vísir/andri marinó KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk. Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk.
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira