Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:14 Gríðarleg eyðilegging blasir við í strandbænum Mati vegna eldanna. vísir/getty Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð. Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð.
Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00
Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50