Erlent

Enn ekki vitað hve margra er saknað

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá bænum Mati.
Frá bænum Mati. Vísir/AP

Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. Enn er ekki vitað hve margra er saknað og eru slökkviliðsmenn enn að berjast við einangraða elda í sjávarþorpum nærri Aþenu. Þorp þessi komu verulega illa út og þurftu íbúar að flýja á haf út. Þar að auki stendur yfir leit að týndu fólki.

187 slösuðust og eru 71 enn á sjúkrahúsi.

Einn íbúi þorpsins Mati, sem varð hvað verst úti, lýsti aðfaranótt þriðjudagsins, sem helvíti á jörðu. Eftirlifendur hafa lýst því hvernig heilu fjölskyldurnar brunnu inn á heimilum þeirra. Byggingarfræðingar munu hafa skoðað um 2.500 byggingar á svæðinu og er um helmingur þeirra óíbúðarhæfur.

Mörg líkanna eru verulega illa farin og er einungis búið að bera kennsl á um 30 þeirra. Fjölskyldur þeirra sem saknað er hafa verið beðnar um að veita lífsýni til aðstoðar.

Sorg hefur nú breyst í reiði, sem beinist að miklu leiti að yfirvöldum Grikklands. Meðal þess sem íbúar kvarta yfir er að þau hafi ekki verið flutt á brott, löngu áður en eldurinn barst til þorpanna. Embættismenn segja þó að hraður og ófyrirsjáanlegur vindur hafi gert brottflutning erfiðan og jafnvel ómögulegan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.