Mikið minni frjósemi á heimsvísu kemur vísindamönnum í opna skjöldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 10:45 Frjósemi í heiminum hefur minnkað svo um munar undanfarna áratugi. vísir/getty Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri. Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri.
Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira