Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 17:53 Bíllinn sem Fields ók inn í hóp gagnmótmælenda. Hann drap eina konu og slasaði fjölda annarra. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21