HK tyllti sér á topp Inkassodeildarinnar með sigri á Fram í kvöld.
Árni Arnarson skoraði eina mark leiksins snemma leiks. Brynjar Jónasson komst einn inn fyrir vörnina og átti skot sem Atli Gunnar Guðmundsson varði. Árni tók frákastið og skoraði.
HK var sterkari aðilinn í leiknum en seinni hálfleikurinn var mjög daufur og lítið markvert sem gerðist þar til á loka mínútunum þegar leikmenn Fram gerðu sig líklega til þess að jafna metin.
Allt kom fyrir ekki og HK fer upp fyrir ÍA í toppsæti deildarinnar. ÍA getur þó endurheimt efsta sætið með sigri í Vesturlandsslag í Ólafsvík á föstudag.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
HK skellti sér á toppinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn
Íslenski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti
