Nýr lögmaður tekur við teymi Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 23:01 Mikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins. Vísir/GETTY Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira