Nýr lögmaður tekur við teymi Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 23:01 Mikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins. Vísir/GETTY Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira