Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 14:23 Ræðismannsskrifstofan í Istanbúl þar sem talið er að Khashoggi hafi verið myrtur. Þrátt fyrir loforð þar um hafa Sádar ekki hleypt tyrkneskum yfirvöldum á skrifstofuna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09