Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 14:23 Ræðismannsskrifstofan í Istanbúl þar sem talið er að Khashoggi hafi verið myrtur. Þrátt fyrir loforð þar um hafa Sádar ekki hleypt tyrkneskum yfirvöldum á skrifstofuna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09