Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 10:02 Vísbendingar eru um að sveit sádiarabískra útsendara hafi myrt Khashoggi og bútað lík hans niður. Þeir hafi svo flutt lík hans af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Vísir/EPA Fjöldi tækni-, fjölmiðla- og afþreyingafyrirtækja hafa hætt við þátttöku í ráðstefnu á vegum stjórnvalda í Sádí-Arabíu síðar í þessum mánuði vegna hvarfs Jamals Khashoggi, sádiarabísks blaða- og andófsmanns. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krefst „sannleikans“ um afdrif Khashoggi. Sádar hafa verið sakaðir um að hafa myrt Khashoggi á ræðismannsskrifstofu landsins í Istanbúl í Tyrklandi í síðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld hafa meðal annars sagt að upptökur sýni fram á að dauðasveit sem send var frá Sádí-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi. Því hafa Sádar neitað alfarið. Hvarf Khashoggi, sem hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post, hefur orðið til þess að vestræn fyrirtæki hafa hugsað sig tvisvar um að láta bendla sig við stjórnvöld í Ríad. Washington Post segir að á annan tug þeirra hafi dregið sig út úr fjárfestingaráðstefnu Sáda, þar á meðal bandarísku fyrirtækin Uber og Viacom. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að leiða verði í ljós nákvæmlega hvað varð um Khashoggi og hver ber ábyrgð á því. Hann óttast að atburðum sem þessum fjölgi. „Við verðum að krefjast sterklega að það sanna verði ljóst,“ sagði Guterres við fréttamann breska ríkisútvarpins BBC á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Balí.Ríkisstjórn Trump hefur að mestu leyti hummað fram af sér ásakanir um að eitt nánasta bandalagsríki hennar hafi myrt blaðamann sem var búsettur í Bandaríkjunum.Vísir/EPASegist ætla að hringja í konung Sádí-Arabíu vegna málsins Sádar eru nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar og Donald Trump forseti hefur ræktað þau tengsl enn frekar í stjórnartíð sinni. Viðbrögð stjórnar hans við hvarfi Khashoggi og fréttum um að Sádar hafi myrt hann hafa verið hikandi. Þannig sagðist Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Trump, ætla að mæta á ráðstefnu Sáda sem stórfyrirtækin ætla að sniðganga. Trump sagðist sjálfur ekki sjá neina ástæðu til að hætta að selja Sádum vopn eða banna þeim að fjárfesta í Bandaríkjunum, jafnvel þó að þingmenn í hans eigin flokki séu uggandi og vilji grípa til aðgerða. Hann sagðist í gær ætla að ræða við Salman konung Sádí-Arabíu á næstunni um hvarf blaðamannsins. „Við ætlum að komast að því hvað gerðist varðandi þessar hræðilegu aðstæður í Tyrklandi sem tengist Sádí-Arabíu og blaðamanninum,“ sagði Trump við fréttamenn í gær en fullyrti að enginn hafi enn áttað sig á hvað hefði raunverulega gerst. Washington Post greindi frá því í vikunni að bandaríska leyniþjónustan hafi haft njósnir af því að Sádar ætluðu sér að handsama Khashoggi sem hefur verið gagnrýninn á Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu. Trump er sagður hafa lengi átt í viðskiptasambandi við Sáda. Eftir að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna hafi þrýstihópar fyrir Sádí-Arabíu eytt hundruð þúsundum dollara á hóteli hans í Washington-borg. Sádiarabíska konungsfjölskyldan hafi verið á meðal viðskiptavina hans allt frá 10. áratugnum. Adam Schiff, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er einn þeirra sem hefur ýjað að því að duldir hagsmunaárekstrar Trump forseta skýri veikburða viðbrögð hans við hvarfi Khashoggi. Á Twitter deildi Schiff grein Washington Post um viðskipti Trump við Sáda og tilvitnun í forsetann: „Sádí-Arabía, mér semur við þá alla. Þeir kaupa íbúðir af mér. Þeir eyða 40 milljónum, 50 milljónum. Á mér að líka illa við þá? Mér líkar mjög vel við þá,“ sagði Trump um Sáda á kosningafundi í Alabama árið 2015. Lét Schiff í veðri vaka að forsetinn ætti fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Sádum.Emoluments for dummies:Candidate Trump: “Saudi Arabia, I get along with all of them. They buy apartments from me. They spend $40 million, $50 million ...I like them very much.”President Trump on Saudis suspected murder of Khashoggi: “We're going to have to see.”U.S. v $ https://t.co/HA9NRwHw0n— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) October 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fjöldi tækni-, fjölmiðla- og afþreyingafyrirtækja hafa hætt við þátttöku í ráðstefnu á vegum stjórnvalda í Sádí-Arabíu síðar í þessum mánuði vegna hvarfs Jamals Khashoggi, sádiarabísks blaða- og andófsmanns. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krefst „sannleikans“ um afdrif Khashoggi. Sádar hafa verið sakaðir um að hafa myrt Khashoggi á ræðismannsskrifstofu landsins í Istanbúl í Tyrklandi í síðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld hafa meðal annars sagt að upptökur sýni fram á að dauðasveit sem send var frá Sádí-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi. Því hafa Sádar neitað alfarið. Hvarf Khashoggi, sem hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post, hefur orðið til þess að vestræn fyrirtæki hafa hugsað sig tvisvar um að láta bendla sig við stjórnvöld í Ríad. Washington Post segir að á annan tug þeirra hafi dregið sig út úr fjárfestingaráðstefnu Sáda, þar á meðal bandarísku fyrirtækin Uber og Viacom. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að leiða verði í ljós nákvæmlega hvað varð um Khashoggi og hver ber ábyrgð á því. Hann óttast að atburðum sem þessum fjölgi. „Við verðum að krefjast sterklega að það sanna verði ljóst,“ sagði Guterres við fréttamann breska ríkisútvarpins BBC á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Balí.Ríkisstjórn Trump hefur að mestu leyti hummað fram af sér ásakanir um að eitt nánasta bandalagsríki hennar hafi myrt blaðamann sem var búsettur í Bandaríkjunum.Vísir/EPASegist ætla að hringja í konung Sádí-Arabíu vegna málsins Sádar eru nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar og Donald Trump forseti hefur ræktað þau tengsl enn frekar í stjórnartíð sinni. Viðbrögð stjórnar hans við hvarfi Khashoggi og fréttum um að Sádar hafi myrt hann hafa verið hikandi. Þannig sagðist Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Trump, ætla að mæta á ráðstefnu Sáda sem stórfyrirtækin ætla að sniðganga. Trump sagðist sjálfur ekki sjá neina ástæðu til að hætta að selja Sádum vopn eða banna þeim að fjárfesta í Bandaríkjunum, jafnvel þó að þingmenn í hans eigin flokki séu uggandi og vilji grípa til aðgerða. Hann sagðist í gær ætla að ræða við Salman konung Sádí-Arabíu á næstunni um hvarf blaðamannsins. „Við ætlum að komast að því hvað gerðist varðandi þessar hræðilegu aðstæður í Tyrklandi sem tengist Sádí-Arabíu og blaðamanninum,“ sagði Trump við fréttamenn í gær en fullyrti að enginn hafi enn áttað sig á hvað hefði raunverulega gerst. Washington Post greindi frá því í vikunni að bandaríska leyniþjónustan hafi haft njósnir af því að Sádar ætluðu sér að handsama Khashoggi sem hefur verið gagnrýninn á Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu. Trump er sagður hafa lengi átt í viðskiptasambandi við Sáda. Eftir að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna hafi þrýstihópar fyrir Sádí-Arabíu eytt hundruð þúsundum dollara á hóteli hans í Washington-borg. Sádiarabíska konungsfjölskyldan hafi verið á meðal viðskiptavina hans allt frá 10. áratugnum. Adam Schiff, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er einn þeirra sem hefur ýjað að því að duldir hagsmunaárekstrar Trump forseta skýri veikburða viðbrögð hans við hvarfi Khashoggi. Á Twitter deildi Schiff grein Washington Post um viðskipti Trump við Sáda og tilvitnun í forsetann: „Sádí-Arabía, mér semur við þá alla. Þeir kaupa íbúðir af mér. Þeir eyða 40 milljónum, 50 milljónum. Á mér að líka illa við þá? Mér líkar mjög vel við þá,“ sagði Trump um Sáda á kosningafundi í Alabama árið 2015. Lét Schiff í veðri vaka að forsetinn ætti fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Sádum.Emoluments for dummies:Candidate Trump: “Saudi Arabia, I get along with all of them. They buy apartments from me. They spend $40 million, $50 million ...I like them very much.”President Trump on Saudis suspected murder of Khashoggi: “We're going to have to see.”U.S. v $ https://t.co/HA9NRwHw0n— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) October 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09