Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 23:36 Nemendur frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum mættu í rútum til höfuðstaðarins Tallahassee til að þrýsta á um aðgerðir í skotvopnamálum. Allt kom þó fyrir ekki í ríkisþinginu. Vísir/Getty Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins. Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins.
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45