Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 23:36 Nemendur frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum mættu í rútum til höfuðstaðarins Tallahassee til að þrýsta á um aðgerðir í skotvopnamálum. Allt kom þó fyrir ekki í ríkisþinginu. Vísir/Getty Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins. Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins.
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila