Eftirmaður Johns McCain skipaður Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2018 21:44 Kyl (t.v.) með McCain árið 2011. McCain lést 25. ágúst. Vísir/EPA Ríkisstjóri Arizona-ríkis í Bandaríkjunum hefur skipað fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana til að taka við þingsæti Johns McCain sem lést í síðasta mánuði. Eftirmaður McCain ætlar sér hins vegar aðeins að sitja út árið. Það féll í skaut Doug Ducey, ríkisstjóra Arizona, að skipa eftirmann McCain eftir að hann lést af völdum krabbameins fyrir rúmri viku. Ducey, sem er repúblikani, skipaði Jon Kyl, fyrrverandi öldungadeildarþingmann flokksins, og sagðist vona að hann myndi verma þingsætið að minnsta kosti út þetta ár og vonandi lengur.Washington Post segir að skipan Kyl veiti repúblikönum öruggt atkvæði í öldungadeild þingsins þegar mest ríður á. Þingmenn fjalla nú um dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til hæstaréttar landsins. Repúblikanar hafa tveggja manna meirihluta í öldungadeildinni en McCain hafði misst af þingstörfum allt þetta ár vegna veikinda sinna. McCain var nokkuð gagnrýninn á Trump forseta þó að hann greiddi að mestu leyti atkvæði með forsetanum í þinginu. Kyl er einnig sagður hafa viðrað efasemdir um Trump, en ekki gengið eins langt og McCain. Kyl sat í öldungadeildinni frá 1995 til 2013. Hann hefur síðan unnið sem málafylgjumaður fyrir lyfja- og hergagnafyrirtæki. Hann hefur þó ekki skuldbundið sig til að sitja lengur en til loka þessa þings. Ástæðan fyrir því að hann hætti á þingi til að byrja með hafi verið sú að hann hafi viljað eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Aukakosning um þingsæti McCain fer fram árið 2020. Kjörtímabili hans lýkur árið 2022 og þá verður aftur kosið um sætið. Bandaríkin Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungardeildarþingmannsins John McCain væri send út. 27. ágúst 2018 07:13 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag 1. september 2018 19:21 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ríkisstjóri Arizona-ríkis í Bandaríkjunum hefur skipað fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana til að taka við þingsæti Johns McCain sem lést í síðasta mánuði. Eftirmaður McCain ætlar sér hins vegar aðeins að sitja út árið. Það féll í skaut Doug Ducey, ríkisstjóra Arizona, að skipa eftirmann McCain eftir að hann lést af völdum krabbameins fyrir rúmri viku. Ducey, sem er repúblikani, skipaði Jon Kyl, fyrrverandi öldungadeildarþingmann flokksins, og sagðist vona að hann myndi verma þingsætið að minnsta kosti út þetta ár og vonandi lengur.Washington Post segir að skipan Kyl veiti repúblikönum öruggt atkvæði í öldungadeild þingsins þegar mest ríður á. Þingmenn fjalla nú um dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til hæstaréttar landsins. Repúblikanar hafa tveggja manna meirihluta í öldungadeildinni en McCain hafði misst af þingstörfum allt þetta ár vegna veikinda sinna. McCain var nokkuð gagnrýninn á Trump forseta þó að hann greiddi að mestu leyti atkvæði með forsetanum í þinginu. Kyl er einnig sagður hafa viðrað efasemdir um Trump, en ekki gengið eins langt og McCain. Kyl sat í öldungadeildinni frá 1995 til 2013. Hann hefur síðan unnið sem málafylgjumaður fyrir lyfja- og hergagnafyrirtæki. Hann hefur þó ekki skuldbundið sig til að sitja lengur en til loka þessa þings. Ástæðan fyrir því að hann hætti á þingi til að byrja með hafi verið sú að hann hafi viljað eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Aukakosning um þingsæti McCain fer fram árið 2020. Kjörtímabili hans lýkur árið 2022 og þá verður aftur kosið um sætið.
Bandaríkin Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungardeildarþingmannsins John McCain væri send út. 27. ágúst 2018 07:13 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag 1. september 2018 19:21 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungardeildarþingmannsins John McCain væri send út. 27. ágúst 2018 07:13
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag 1. september 2018 19:21