Erlent

Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
John McCain hefur verið minnst um helgina. Þessi mynd var tekin í Arizona, heimaríki öldungadeildarþingmannsins, í gær.
John McCain hefur verið minnst um helgina. Þessi mynd var tekin í Arizona, heimaríki öldungadeildarþingmannsins, í gær. vísir/getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungadeildarþingmannsins John McCain væri send út.

Frá þessu greinir The Washington Post. Í frétt miðilsins segir að yfirlýsingin hafi verið tilbúin og samþykkt en að Trump hafi farið gegn ráðgjöfum sínum og valið þess í stað að senda frá sér stutt tíst þar sem hvergi var minnst á afrek McCain í bandaríska hernum. 

Að sama skapi er ekki óalgengt að Hvíta húsið sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem ævi og störf látinna öldungadeildarþingmanna eru reifuð. Fjölmiðlar vestanhafs segja að í tilfelli McCain hafi það hins vegar aldrei staðið til af hálfu Hvíta hússins.

Bæði forsetafrúin Melania Trump og varaforsetinn Mike Pence höfðu þó orð á þjónustu McCain sem er talinn stríðshetja vestanhafs.

Lengi hefur andað köldu á milli forsetans og John McCain og bað McCain sérstaklega um að forsetanum yrði ekki boðið að vera viðstaddur jarðaför sína.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.