Kommúnistar koma inn úr kuldanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 08:54 Forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babiš, í þinginu í gær þegar tekist var á um vantrausttillöguna. Vísir/epa Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir. Tékkland Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir.
Tékkland Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira