Efnhagsráðgjafi Trump fékk hjartaáfall Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:46 Larry Kudlow hefur staðið í ströngu að undanförnu. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30