Erlent

Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Sögulegt handaband leiðtoganna
Sögulegt handaband leiðtoganna Vísir/EPA

Hér fyrir neðan beinu útsendinguna frá NewsAsia verður einnig bein textalýsing á íslensku og stöðugt uppfærðar fréttir af því nýjasta frá fundinum!

Í tæp sjötíu ár hefur ríkt opinbert stríðsástand á Kóreuskaga. Aldrei var samið um frið eftir þriggja ára blóðbað, frá 1950-1953, sem kostaði vel á fjórða milljón mannslífa og klauf þjóð sem átti sér mörg þúsund ára óslitna sögu.

65 árum eftir að samið var um vopnahlé er ástandið í Norður- og Suður-Kóreu bókstaflega eins og nótt og dagur.

Kóreuskaginn að næturlagi. Hið iðnvædda ríki Suður-Kóreu er upplýst en skortur er á rafmagni og öðrum nauðsynjum norðan landamæranna.NASA
Klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma verður stigið mikilvægt skref í átt að sameiningu Kóreuskagans þegar leiðtogi Norður-Kóreu hittir Bandaríkjaforseta í fyrsta sinn í sögunni. Það eru Bandaríkjamenn sem hafa flest spil á hendi sér, ein helsta krafa Norður-Kóreu hefur ávallt verið sú að Bandaríkin setjist við samningaborðið en það virtist fjarstæðukenndur möguleiki þar til nýlega.

Það virtist svo margt vera fjarstæðukenndur möguleiki þar til nýlega. Allt það nýjasta hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×