Makedónía fær nýtt nafn eftir 27 ára deilur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 23:42 Zoran Zaev, forsætisráðherra hins nýja Lýðveldis Norður-Makedóníu, tilkynnti um samkomulagið á blaðamannafundi í Skopje, höfuðborg ríkisins, í dag. Vísir/AFP Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC. Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC.
Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00
Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45