Býður Kanye West í heimsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2018 21:36 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný. vísir/ap Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið á fimmtudag til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný. „Hann er frábær gaur,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fund hans með rapparanum og bætti við að West væri mjög hrifinn af aðgerðum stjórnvalda. West kemur til með að hitta bæði Trump og Jared Kushner. Hinn síðarnefndi hefur farið fyrir aðgerðum til umbóta á refsivörslukerfinu í Bandaríkjunum. West var einnig fenginn til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldi glæpaklíka og lækka glæpatíðni í Chicago. Heimsókn West kemur í kjölfar heimsóknar eiginkonu hans Kim Kardashian sem fékk Trump til að milda lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson. West hætti á öllum samskiptamiðlum á dögunum eftir að hafa valdið miklu fjaðrafoki fyrir að tala um aðdáun sína á Bandaríkjaforseta. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin var slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið á fimmtudag til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný. „Hann er frábær gaur,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fund hans með rapparanum og bætti við að West væri mjög hrifinn af aðgerðum stjórnvalda. West kemur til með að hitta bæði Trump og Jared Kushner. Hinn síðarnefndi hefur farið fyrir aðgerðum til umbóta á refsivörslukerfinu í Bandaríkjunum. West var einnig fenginn til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldi glæpaklíka og lækka glæpatíðni í Chicago. Heimsókn West kemur í kjölfar heimsóknar eiginkonu hans Kim Kardashian sem fékk Trump til að milda lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson. West hætti á öllum samskiptamiðlum á dögunum eftir að hafa valdið miklu fjaðrafoki fyrir að tala um aðdáun sína á Bandaríkjaforseta. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin var slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06
Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29