Lífið

Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump

Sylvía Hall skrifar
Búningar félaganna hafa vakið mikla athygli.
Búningar félaganna hafa vakið mikla athygli. Skjáskot
Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt þegar þátturinn hóf göngu sína á ný eftir sumarfrí en fyllti í skarðið fyrir söngkonuna Ariönu Grande sem afboðaði sig á síðustu stundu.

West vakti mikla athygli líkt og venjulega og mætti í þáttinn með hina alkunnu „Make America Great Again“ derhúfu en frasinn var notaður í kosningabaráttu Donald Trump og hafa þessi orð verið einkennisorð Bandaríkjaforsetans.

Í þættinum nýtti hann tækifærið til þess að lýsa yfir stuðningi við forsetann og skaut á Demókrata í leiðinni. Hann sagði það vera Demókrötum að kenna hve margir svartir í Bandaríkjunum treystu á bætur og stuðning ríkisins.

Þá svaraði hann gagnrýnisröddum sem spurja hvers vegna hann geti stutt Trump og segja hann vera rasískan. Kanye svaraði með orðunum: „Ef ég hefði áhyggjur af rasisma hefði ég flutt frá Bandaríkjunum fyrir löngu síðan.“

Ræða West hlaut ekki miklar undirtektir á meðal áhorfenda og mátti heyra hæðnishlátur í salnum. Þá mátti heyra nokkra púa á rapparann.

Grínistinn Chris Rock var á meðal áhorfenda og birti brot úr ræðu West á Instagram-síðu sinni þar sem mátti heyra Rock hlæja og bregðast við ræðu rapparans með orðunum „guð minn góður“.



Í þættinum kom West fram ásamt rapparanum Lil Pump og fluttu þeir nýjasta lagið sitt „I Love It“ íklæddur vatnsflöskubúningum, West sem sódavatnið Perrier og Lil Pump sem Fiji-vatn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×