Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:00 Antonio Conte kyssir hér Englandsbikarinn vorið 2017. Vísir/Getty Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ??? Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ???
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22
Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00