Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:59 Tvö á toppnum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana. Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana.
Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila