Segir WOW hafa breytt draumafríinu í martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 09:54 Heidi Gioia kvartar undan lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Skjáskot Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28