KA-menn með allt á hreinu á föstu leikatriðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. ágúst 2018 12:00 KA-menn eru frábærir í föstum leikatriðum en FH er í basli. vísir/Bára Þegar 17 umferðum er lokið í Pepsi-deild karla í fótbolta eru það KA-menn frá Akureyri sem tróna á toppnum. Ekki í deildinni heldur í tölfræðinni yfir mörk skoruð úr föstum leikatriðum. KA er búið að skora fest mörk allra liða úr föstum leikatriðum eða þrettán talsins, þar af átta eftir hornspyrnur sem eru mjög öflugt vopn hjá liðinu. Þrjú hafa komið eftir aukaspyrnu inn á teiginn og tvö úr vítaspyrnum. Norðanmenn eru ekki bara sterkir í vítateig andstæðinganna heldur verjast þeir föstum leikatriðum líka mjög vel. Þeir eru í næstneðsta sæti yfir mörk fengin á sig (4) úr föstum leikatriðum á eftir ÍBV og Val (3). Tvö markanna á KA-menn úr föstum leikatriðum hafa komið úr vítum sem erfitt er að verjast og því hafa KA-menn í raun aðeins þurft að hirða boltann úr netinu tvisvar sinnum eftir fast leikatriði þar sem að liðið fékk tækifæri til að verjast, samkvæmt tölfræði Instat. Stjarnan er í öðru sæti yfir flest mörk skoruð úr föstum leikatriðum. Garðbæingar eru með ellefu mörk en þar af sex úr vítaspyrnum. Víkingar hafa einnig skorað ellefu (4 úr vítum) og Valsmenn eru með tíu mörk og sömuleiðis fjögur úr vítaspyrnum. Fjölnismenn hafa fengið á sig flest mörk úr föstum leikatriðum eða þrettán mörk, þar af þrjú úr vítum en Fylkir er í öðru sæti með tólf mörk á sig og þar af þrjú úr vítaspyrnum. FH-ingar hafa átt í miklu basli með að verjast föstum leikatriðum en þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk, þar af fimm úr hornum og aðeins eitt úr vítaspyrnum.instatinstat Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Þegar 17 umferðum er lokið í Pepsi-deild karla í fótbolta eru það KA-menn frá Akureyri sem tróna á toppnum. Ekki í deildinni heldur í tölfræðinni yfir mörk skoruð úr föstum leikatriðum. KA er búið að skora fest mörk allra liða úr föstum leikatriðum eða þrettán talsins, þar af átta eftir hornspyrnur sem eru mjög öflugt vopn hjá liðinu. Þrjú hafa komið eftir aukaspyrnu inn á teiginn og tvö úr vítaspyrnum. Norðanmenn eru ekki bara sterkir í vítateig andstæðinganna heldur verjast þeir föstum leikatriðum líka mjög vel. Þeir eru í næstneðsta sæti yfir mörk fengin á sig (4) úr föstum leikatriðum á eftir ÍBV og Val (3). Tvö markanna á KA-menn úr föstum leikatriðum hafa komið úr vítum sem erfitt er að verjast og því hafa KA-menn í raun aðeins þurft að hirða boltann úr netinu tvisvar sinnum eftir fast leikatriði þar sem að liðið fékk tækifæri til að verjast, samkvæmt tölfræði Instat. Stjarnan er í öðru sæti yfir flest mörk skoruð úr föstum leikatriðum. Garðbæingar eru með ellefu mörk en þar af sex úr vítaspyrnum. Víkingar hafa einnig skorað ellefu (4 úr vítum) og Valsmenn eru með tíu mörk og sömuleiðis fjögur úr vítaspyrnum. Fjölnismenn hafa fengið á sig flest mörk úr föstum leikatriðum eða þrettán mörk, þar af þrjú úr vítum en Fylkir er í öðru sæti með tólf mörk á sig og þar af þrjú úr vítaspyrnum. FH-ingar hafa átt í miklu basli með að verjast föstum leikatriðum en þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk, þar af fimm úr hornum og aðeins eitt úr vítaspyrnum.instatinstat
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira