Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2018 10:45 Donald Trump og Kanye West á fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent