Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 21:47 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/Skjáskot Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög. Hvid er sagður hafa tekið myndir af sjálfum sér og konu við að stunda kynferðismök ofan á einum af pýramídunum frægu í Egyptalandi. Sérfræðingur segir að myndin sé fölsuð en Hvid er þekktur fyrir að taka nektarmyndir ofan á háum byggingum. Á vef Hvid má sjá mynd þar þar hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna og sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan. Fornleifaráðuneyti Egypta hefur gefið út yfirlýsingu þar sem myndatakan er fordæmd en stranglega er bannað að vera á svæðinu í grennd við pýramídana eftir að svæðinu er lokað á kvöldin. Þá er einnig stranglega bannað að klifra upp á pýramídina sjálfa. Uppi er hins vegar áhöld um hvort myndirnar séu raunverulegar eða ekki. Fornleifafræðingurinn Zahi Hawass segir hins vegar af og frá að um sé að ræða pýramidan mikla, stærsta pýramídann af þeim sem finna má í Giza, líkt og Hvid sjálfur heldur fram. Til þess séu steinarnir sem sjást undir parinu of litlir. Telur hann víst að myndin sé fölsuð. Yfirmaður Giza-svæðisins segir að fyrsta skref rannsóknar á málinu sé að finna út úr því hvort að myndin sé fölsuð eður ei. Reynist það rétt þarf að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar en upphæð væntanlegrar sektargreiðslu veltur á því hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar. Afríka Egyptaland Fornminjar Kynlíf Norðurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög. Hvid er sagður hafa tekið myndir af sjálfum sér og konu við að stunda kynferðismök ofan á einum af pýramídunum frægu í Egyptalandi. Sérfræðingur segir að myndin sé fölsuð en Hvid er þekktur fyrir að taka nektarmyndir ofan á háum byggingum. Á vef Hvid má sjá mynd þar þar hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna og sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan. Fornleifaráðuneyti Egypta hefur gefið út yfirlýsingu þar sem myndatakan er fordæmd en stranglega er bannað að vera á svæðinu í grennd við pýramídana eftir að svæðinu er lokað á kvöldin. Þá er einnig stranglega bannað að klifra upp á pýramídina sjálfa. Uppi er hins vegar áhöld um hvort myndirnar séu raunverulegar eða ekki. Fornleifafræðingurinn Zahi Hawass segir hins vegar af og frá að um sé að ræða pýramidan mikla, stærsta pýramídann af þeim sem finna má í Giza, líkt og Hvid sjálfur heldur fram. Til þess séu steinarnir sem sjást undir parinu of litlir. Telur hann víst að myndin sé fölsuð. Yfirmaður Giza-svæðisins segir að fyrsta skref rannsóknar á málinu sé að finna út úr því hvort að myndin sé fölsuð eður ei. Reynist það rétt þarf að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar en upphæð væntanlegrar sektargreiðslu veltur á því hvort einhverjar skemmdir hafi verið unnar.
Afríka Egyptaland Fornminjar Kynlíf Norðurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira