Merkel vill yngja upp í ráðherraliðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2018 11:36 Angela Merkel tók við embætti kanslara árið 2005. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagst vilja yngja upp í ráðherraliði Kristilegra demókrata (CDU) þegar ný ríkisstjórn CDU, CSU og Jafnaðarmannaflokksins (SDP) verður mynduð. „Við verðum að tryggja að það sé ekki bara fólk eldra en sextugt sem komi til greina, heldur einnig yngra fólk,“ sagði Merkel í samtali við þýska fjölmiðla. Merkel þarf að skipa alls sex ráðherrastöður. Kanslarinn, sem er leiðtogi CDU, sagði jafnframt að flokkurinn hafi þurft að gera sársaukafullar málamiðlanir til að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samkomulag náðist um nýjan stjórnarsáttmála í síðustu viku, en meirihluti um 460 þúsund flokksmanna SDP þarf nú að samþykkja samstarfið áður en hægt verður að kynna nýja ríkisstjórn.Óánægja með að missa fjármálaráðuneytið Martin Schulz, leiðtogi SDP, greindi frá því á föstudaginn að hann sækist ekki lengur eftir að verða utanríkisráðherra í nýrri stjórn, þar sem hann sagðist ekki vilja að deilur um stöðu hans myndu stofna stjórnarsamstarfinu í hættu.BBC greinir frá því að margir í íhaldssamari armi CDU og CSU séu óánægðir með að SPD hafi fengið fjármálaráðuneytið þegar ráðuneytin voru skipt á milli flokkanna og óttast að sá agi sem hafi einkennt fjármálaráðherratíð Wolfgang Schäuble muni heyra sögunni til. „Ég vil segja að við höfum samþykkt stefnuna og fjármálaráðherrann getur einfaldlega ekki gert það sem honum sýnist,“ sagði Merkel til að róa taugar flokksmanna sinna.Scholz fjármálaráðherra Reiknað er með að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, verði nýr fjármálaráðherra Þýskalands. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að Þýskaland geti ekki skipað öðrum þjóðum fyrir hvernig þær eigi að stjórna efnahag sínum og að þýska stjórnin hafi gert ýmis mistök á síðasta kjörtímabili. Scholz hefur þó sagt að hann muni, líkt og Schäuble, halda fjárlögum landsins réttu megin við núllið. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þýsku þingkosningunum.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00 Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00
Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. 7. febrúar 2018 20:00
Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 9. febrúar 2018 14:48