Viðar átti í miklu basli með að koma fyrirgjöfum inn á teiginn og þegar að þær loksins bárust voru þær skelfilegar, að mati Freys.
„Viðar Ari komst ótt og títt í fyrirgjafarstöður í þessum leik en þær voru skelfilegar og í heildina í sumar hafa þær verið afar daprar,“ sagði Freyr.
„Hann eyðilagði svo margar sóknir með lélegum fyrirgjöfum karlgreyið að það var átakanlegt að horfa á þetta ef ég á að vera hreinskilinn. Svo endar þetta á fyrirgjöf sem á heima í 2. deildinni.“
Reynir Leósson tók undir orð Freys og benti á að Viðar, sem er á láni frá toppliði norsku úrvalsdeildarinnar, Brann, verður að gera betur í þessu sem bakvörður.
„Þetta er strákur sem fór í frábært lið í atvinnumennskunni. Ef menn ætla að ná árangri þar þurfa þeir að vera með þetta í miklu betra lagi,“ sagði Reynir Leósson.
Greiningu Freys má sjá hér að ofan.