Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:48 Frá höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu. Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu.
Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35