Erlent

Óskarsverðlaunaleikstjóri neitar ásökunum um nauðgun

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Paul Haggis vann Óskarsverðlaunin árið 2006 fyrir myndina Crash.
Paul Haggis vann Óskarsverðlaunin árið 2006 fyrir myndina Crash. Vísir/AFP
Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis neitar alfarið ásökunum um að hafa brotið kynferðislega á fjórum konum sem hafa sakað hann um nauðganir og kynferðislegt áreiti. Reuters greinir frá.

The Associated Press birti í gærkvöldi yfirlýsingar frá þremur konum sem unnið hafa með Haggis. Honum er gert að sök að hafa þvingað þær til kynferðislegra athafna og ein þeirra sakaði hann um nauðgun. Konurnar voru ekki nafngreindar.

Fjórða konan, Haleigh Breest, sem sakaði Haggis um nauðgun sem á að hafa átt sér stað árið 2013, var kærð af Haggis í síðasta mánuði. Haggis fór fram á níu milljónir Bandaríkjadala en hann sakaði hana um fjárkúgun.

Lögfræðingur Haggis, Christine Lepera, sagði í samtali við Reuters að leikstjórinn neiti þessum ásökunum alfarið.

Hinn 64 ára gamli Paul Haggis vann Óskarsverðlaunin árið 2006 fyrir myndina Crash. Leikstjórinn er einnig þekktur fyrir myndirnar Million Dollar Baby og Quantum of Solace.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.