Facebook hefur ákveðið að loka fyrir notkun á þremur smáforritum en þeirra á meðal er appið „tbh“ sem fyrirtækið keypti í fyrra og er einkum notað af unglingum.
Nafnið stendur fyrir „To Be Honest“ og gerir notendum meðal annars kleift að gera nafnlausar skoðanakannanir í vinahópi sínum. Forritið hafði um fimm milljón notendur.
Hópurinn sem þróaði tbh mun starfa áfram fyrir Facebook og sömu sögu er að segja af þeim sem þróuðu hin tvö forritin sem verið er að loka.
CNN hefur eftir sérfræðingum í tæknigeiranum að Facebook sé mikið í mun að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að notkun unglinga á samfélagsmiðlum. Unglingar haf nú þegar yfirgefið Facebook í stórum stíl en eru enn dyggir notendur Instagram, sem er í eigu sama fyrirtækis.
Auk tbh eru það smáforritin Hello og Moves sem eru nú að syngja sitt síðasta, öllum gögnum verður eytt eftir 90 daga.
Hello er einskonar símaskrá sem sameinar Facebook prófíla og farsímanúmer.
Moves er líkamsræktar-app.
Facebook kaupir snjallforrit fyrir unglinga og lokar á notkun þess

Tengdar fréttir

Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu
Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu.

Birta upplýsingar um kostaðar auglýsingar
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur opnað fyrir aðgang að gagnabanka sínum þar sem hægt er að sjá kaupendur kostaðra kosninga- og stjórnmálaauglýsinga.

Myljandi hagnaður hjá Facebook
Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn.