Lífið

Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Mark Zuckerberg á sviði á árlegri F8 ráðstefnu Facebook.
Mark Zuckerberg á sviði á árlegri F8 ráðstefnu Facebook. Vísir / AFP

Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu.

„Það eru 200 milljón manns á Facebook sem eru skráð einhleyp“ sagði Zuckerberg, en hann segist vilja hjálpa þessu fólki að byggja upp „alvöru langtímasambönd, ekki skyndkynni.“

Í kjölfarið á tilkynningu Zuckerberg hafa hlutabréf í Match Group, eiganda stefnumótaappsins Tinder, fallið um 23%.

Zuckerberg tilkynnti um þessa nýjung á árlegri ráðstefnu Facebook, sem kallast F8, þar sem væntanlegar nýjungar eru kynntar til sögunnar.

Einnig voru sýndarveruleikagleraugu Facebook, Oculus Rift, kynnt á hátíðinni. Sala þeirra hefur þegar hafist og hefur hún samkvæmt sérfræðingum valdið vonbrigðum.
 


Tengdar fréttir

Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook

Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.