Óli Kristjáns: Asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi Magnús Ellert Bjarnason skrifar 22. júlí 2018 22:27 Ólafur á mikið verk fyrir höndum. vísir/bára Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30
Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki