Segir lýðræðið hafa brugðist íbúum Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 20:45 Stacey Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15