Bjartsýni innan raða Tottenham um að halda öllum ásunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 13:30 Framtíðin er þeirra. Vísir/Getty Tottenham er með ungt og spennandi lið sem er líklegt til afreka á næstu árum. Til að svo verði þurfa menn að ganga frá langtímasamningum við knattspyrnustjóran og ungar stjörnur liðsins. Telegraph hefur það úr herbúðum félagsins að menn séu bjartsýnir um að það takist að tryggja þessu Tottenham-liði tækifæri til að komast á toppinn á næstu árum. Samkvæmt frétt Telegraph er Tottenham nálægt því að ganga frá nýjum langtímasamningum við knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino sem og við stjörnuleikmennina Dele Alli, Harry Kane, Jan Vertonghen, Hugo Lloris, Son Heung-min Son og Christian Eriksen. Mikið hefur verið skrifað um áhuga ríku risanna sunnar í álfunni á mönnum eins og þeim Harry Kane og Jan Vertonghen en hinir fjórir leikmennirnir eru einnig í miklum metum. Mauricio Pochettino er einnig mjög eftirsóttur en í frétt Telegraph segir að félagið sé tilbúið að gera hann að einum af launahæstu stjórum ensku úrvalsdeildarinnar. Félagið þarf að hafa hraðar hendur því argentínski knattspyrnustjórinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid.Exclusive: Mauricio Pochettino in line for huge new pay deal to ward off Real Madrid | @Matt_Law_DThttps://t.co/iYyGidm0HU — Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 3, 2018 Tottenham vann 3-1 sigur á Chelsea um síðustu helgi í lykilleik í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni en mörkin í leiknum skoruðu þeir Dele Alli (2 mörk) og Christian Eriksen. Tottenham er því komið langleiðina inn í Meistaradeildina 2018-19 og þá mun liðið mæta Manchester United í undanúrslitum enska bikarsins. Takist Tottenham að ganga frá þessum samningum á næstu mánuðum þá gætu stuðningsmenn félagsins nánast fagnað eins og félagið hafi unnið titil. Það þarf ekki marga öfluga leikmenn í viðbót við þennan sex manna kjarna til að koma liðinu á toppinn og þessir ungu leikmenn eiga flestir enn eftir að toppa sjálfir. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Sjá meira
Tottenham er með ungt og spennandi lið sem er líklegt til afreka á næstu árum. Til að svo verði þurfa menn að ganga frá langtímasamningum við knattspyrnustjóran og ungar stjörnur liðsins. Telegraph hefur það úr herbúðum félagsins að menn séu bjartsýnir um að það takist að tryggja þessu Tottenham-liði tækifæri til að komast á toppinn á næstu árum. Samkvæmt frétt Telegraph er Tottenham nálægt því að ganga frá nýjum langtímasamningum við knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino sem og við stjörnuleikmennina Dele Alli, Harry Kane, Jan Vertonghen, Hugo Lloris, Son Heung-min Son og Christian Eriksen. Mikið hefur verið skrifað um áhuga ríku risanna sunnar í álfunni á mönnum eins og þeim Harry Kane og Jan Vertonghen en hinir fjórir leikmennirnir eru einnig í miklum metum. Mauricio Pochettino er einnig mjög eftirsóttur en í frétt Telegraph segir að félagið sé tilbúið að gera hann að einum af launahæstu stjórum ensku úrvalsdeildarinnar. Félagið þarf að hafa hraðar hendur því argentínski knattspyrnustjórinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid.Exclusive: Mauricio Pochettino in line for huge new pay deal to ward off Real Madrid | @Matt_Law_DThttps://t.co/iYyGidm0HU — Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 3, 2018 Tottenham vann 3-1 sigur á Chelsea um síðustu helgi í lykilleik í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni en mörkin í leiknum skoruðu þeir Dele Alli (2 mörk) og Christian Eriksen. Tottenham er því komið langleiðina inn í Meistaradeildina 2018-19 og þá mun liðið mæta Manchester United í undanúrslitum enska bikarsins. Takist Tottenham að ganga frá þessum samningum á næstu mánuðum þá gætu stuðningsmenn félagsins nánast fagnað eins og félagið hafi unnið titil. Það þarf ekki marga öfluga leikmenn í viðbót við þennan sex manna kjarna til að koma liðinu á toppinn og þessir ungu leikmenn eiga flestir enn eftir að toppa sjálfir.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Sjá meira