Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 19:10 Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. Vísir/AFP Breskir sérfræðingar segjast ekki geta staðfest uppruna taugaeitursins sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans. Gary Aitkenhead, yfirmaður Porton Down rannsóknarstöðvarinnar, segir þó að líklegast hafi eitrið komið frá, og árásin verið gerð af, þjóðríki. Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. Hann sagði að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að finna uppruna eitursins. Starfsmenn rannsóknarstöðvarinnar hafi borið kennsl á eitrið og staðfest að það tilheyri novichok-flokki taugaeitra sem þróaður var af Sovétríkjunum. „Við höfum ekki uppgötvaðu nákvæman uppruna eitursins, en við höfum komið okkar upplýsingum til breskra yfirvalda sem einnig aðrar upplýsingar til að komast að niðurstöðu,“ sagði Aitkenhead við Sky News.Aitkenhead sagði þó að ljóst væri að flókinn og háþróaðan búnað þyrfti til að framleiða eitrið. Hann sagði ekkert til í þeim staðhæfingum Rússa að eitrið hefði komið frá Bretum.Enn sannfærðir um sök Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stakk upp á því að mögulega væri árásin í hag yfirvald Bretlands vegna „óþægilegrar stöðu þeirra“ varðandi Brexit-viðræðurnar. Þá sagði hann leyniþjónustur Breta þekktar fyrir að myrða fólk. Þar að auki sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands að Bretar hefðu gert árásina til að réttlæta eyðslu ríkisins til varnarmála. Fjöldi rússneskra aðila, sem margir flúið hafa til Bretlands, hafa dáið við skringilegar kringumstæður eða vegna eitrana á undanförnum árum.Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. „Eins og forsætisráðherrann hefur sagt vitum við einnig til þess að á undanförnum áratug hafa Rússar leitað leiða til að nota taugaeitur til morða og liður í því var framleiðsla lítils magns af novichok-eitrum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Breta í dag. Hann vísaði einnig til þess að yfirvöld Rússlands hefðu áður látið ráða fólk af dögum og vitað væri að þeir litu á fyrrverandi njósnara sem skotmörk. Taugaeitrinu var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal þann 4. mars. Yulia hefur náð meðvitund og getur talað, samkvæmt heimildum BBC, en Sergei er enn í alvarlegu ástandi en þó stöðugu.29 ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.Svíum um að kenna? Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00 Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Breskir sérfræðingar segjast ekki geta staðfest uppruna taugaeitursins sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans. Gary Aitkenhead, yfirmaður Porton Down rannsóknarstöðvarinnar, segir þó að líklegast hafi eitrið komið frá, og árásin verið gerð af, þjóðríki. Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. Hann sagði að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að finna uppruna eitursins. Starfsmenn rannsóknarstöðvarinnar hafi borið kennsl á eitrið og staðfest að það tilheyri novichok-flokki taugaeitra sem þróaður var af Sovétríkjunum. „Við höfum ekki uppgötvaðu nákvæman uppruna eitursins, en við höfum komið okkar upplýsingum til breskra yfirvalda sem einnig aðrar upplýsingar til að komast að niðurstöðu,“ sagði Aitkenhead við Sky News.Aitkenhead sagði þó að ljóst væri að flókinn og háþróaðan búnað þyrfti til að framleiða eitrið. Hann sagði ekkert til í þeim staðhæfingum Rússa að eitrið hefði komið frá Bretum.Enn sannfærðir um sök Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stakk upp á því að mögulega væri árásin í hag yfirvald Bretlands vegna „óþægilegrar stöðu þeirra“ varðandi Brexit-viðræðurnar. Þá sagði hann leyniþjónustur Breta þekktar fyrir að myrða fólk. Þar að auki sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands að Bretar hefðu gert árásina til að réttlæta eyðslu ríkisins til varnarmála. Fjöldi rússneskra aðila, sem margir flúið hafa til Bretlands, hafa dáið við skringilegar kringumstæður eða vegna eitrana á undanförnum árum.Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. „Eins og forsætisráðherrann hefur sagt vitum við einnig til þess að á undanförnum áratug hafa Rússar leitað leiða til að nota taugaeitur til morða og liður í því var framleiðsla lítils magns af novichok-eitrum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Breta í dag. Hann vísaði einnig til þess að yfirvöld Rússlands hefðu áður látið ráða fólk af dögum og vitað væri að þeir litu á fyrrverandi njósnara sem skotmörk. Taugaeitrinu var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal þann 4. mars. Yulia hefur náð meðvitund og getur talað, samkvæmt heimildum BBC, en Sergei er enn í alvarlegu ástandi en þó stöðugu.29 ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.Svíum um að kenna? Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00 Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34
Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent