Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:12 Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Vísir/Egill Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu. Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu.
Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28