Tuttugu Bandaríkjamenn reyna að heilla íslenska þjálfara Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2018 20:30 Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira