Erlent

Reddit, Twitter og Pornhub bregðast við Deepfake-klámmyndböndum

Birgir Olgeirsson skrifar
Umræðuþráður á Reddit var notaður til að deila klámmyndböndum þar sem andlitum frægra kvenna hafði verið skeytt inn á.
Umræðuþráður á Reddit var notaður til að deila klámmyndböndum þar sem andlitum frægra kvenna hafði verið skeytt inn á. Vísir/Getty
Samfélagsmiðillinn Reddit hefur ákveðið að banna umræðuþræði sem tengjast nýrri tækni sem hefur hleypt óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn. Fjallað var skilmerkilega um fyrirbærið á Vísi um liðna helgi en um er að ræða svokölluð Deepfakes-myndbönd, eða djúpfalsanir. Með þessari tækni er hægt að falsa ímynd einstaklinga á mjög auðveldan hátt og hefur hún verið notuð til að skeyta andlitum frægra kvenna inn á klámmyndbönd.

Samfélagsmiðillinn Reddi ákvað að banna umræðuþráð sem tengist Deepfakes, en um 80 þúsund manns höfðu fylgt honum eftir. Umræðuþráðurinn var notaður til að deila klámmyndböndum þar sem andlitum frægra kvenna hafði verið skeytt inn á.

Fjallað er skilmerkilega um ákvörðun Reddit á vef Mashable. Blaðamaður Mashable hafði sent Reddit fyrirspurn um málið fyrir tveimur vikum en fékk ekkert svar. Reddit ákvað svo í gær að loka þessum Deepfake-umræðuþræði.

Mashable bendir að einn stærsti klámvefur heimsins, Pornhub, hafi verið fyrri til og bannað þessi myndbönd og gerði Twitter það sömuleiðis á þriðjudag.

Í umfjöllun Vísis af málinu, þar sem vitnað var meðal annars í úttekt fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC, var bent á að djúpfalsanir séu ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Var bent á myndskeið þar sem Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage hafði verið klipptur inn í fræga kvikmyndir með ágætis árangri. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×