Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:00 Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug. Vísir/Getty Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21