Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:00 Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug. Vísir/Getty Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21