Kroll, sem var 35 ára, var einn af stofnendum Vine sem er vefur sem heldur utan um örmyndbönd sem eru einungis 7 sekúndur að lengd. Hann var þá einnig forstjóri HQ Trivia sem er vinsælt smáforrit.
Lögreglan fann áhöld til fíkniefnaneyslu við hliðina á líki Krolls. Talið er að hann hafi látist vegna of stórs skammts af eiturlyfjum en málið er enn í rannsókn.