Þinghúsið á Tonga eyðilagt eftir fellibylinn Gitu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 08:14 Þinghúsið á Tonga var rúmlega aldargamalt. Vísir/AFP Þinghúsið á eyríkinu Tonga í Kyrrahafinu gjöreyðilagðist þegar fellibylur gekk yfir eyjaklasann í nótt en veðrið er það versta sem skollið hefur á landinu í rúm sextíu ár, eða síðan mælingar hófust. Fellibylurinn Gita var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land og olli miklu tjóni. Rafmagn fór af eyjunni og þök fuku af húsum. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir á Tonga áður veðrið skall á og þúsundir íbúa höfðust við í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp víðs vegar um eyjaklasann. Tonga samanstendur af 170 litlum eyjum, en ríkið er austur af Fiji og norður af Nýja-Sjálandi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.Gita olli miklu tjóni á Tonga.Vísir/AFPHundrað ára gamalt Þinghúsið var hundrað ára gamalt og óvíst er hvar þing mun koma saman á meðan byggingin verður endurreist. Einn þingmaður Tonga sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að það væri sorglegt að sjá þinghúsið fjúka þvínæst á haf út, en bætti við að margsinnis hafi verið lagðar fram þingsályktunartillögur um að reisa nýtt þinghús sem ávallt hafi verið felldar en að nú eigi menn engan annan kost í stöðunni en að ráðast í verkefnið. Fellibylurinn Gita er enn að sækja í sig veðrið og er búist við að hann verði orðinn að fimmta stigs byl þegar hann skellur á Fiji á næstu klukkustundum, en þó er vonast til að veðrið fari framhjá helstu þéttbýlisstöðum þar. Fídji Tonga Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Þinghúsið á eyríkinu Tonga í Kyrrahafinu gjöreyðilagðist þegar fellibylur gekk yfir eyjaklasann í nótt en veðrið er það versta sem skollið hefur á landinu í rúm sextíu ár, eða síðan mælingar hófust. Fellibylurinn Gita var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land og olli miklu tjóni. Rafmagn fór af eyjunni og þök fuku af húsum. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir á Tonga áður veðrið skall á og þúsundir íbúa höfðust við í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp víðs vegar um eyjaklasann. Tonga samanstendur af 170 litlum eyjum, en ríkið er austur af Fiji og norður af Nýja-Sjálandi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.Gita olli miklu tjóni á Tonga.Vísir/AFPHundrað ára gamalt Þinghúsið var hundrað ára gamalt og óvíst er hvar þing mun koma saman á meðan byggingin verður endurreist. Einn þingmaður Tonga sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að það væri sorglegt að sjá þinghúsið fjúka þvínæst á haf út, en bætti við að margsinnis hafi verið lagðar fram þingsályktunartillögur um að reisa nýtt þinghús sem ávallt hafi verið felldar en að nú eigi menn engan annan kost í stöðunni en að ráðast í verkefnið. Fellibylurinn Gita er enn að sækja í sig veðrið og er búist við að hann verði orðinn að fimmta stigs byl þegar hann skellur á Fiji á næstu klukkustundum, en þó er vonast til að veðrið fari framhjá helstu þéttbýlisstöðum þar.
Fídji Tonga Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira