„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 15:06 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Anton Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. „Hann hrekur bara eitthvað lið út úr Rússlandi í staðinn,“ segir Eiríkur. Bandaríkin, Kanada og fjölmargar Evrópuþjóðir gripu til fyrrnefndra aðgerða í dag til að bregðast við meintri eiturefnaárás Rússa á Srgei Skripal í Englandi í byrjun mars. Rússar neita því að hafa nokkuð haft með árásina að gera. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist. Eiríkur Bergmann segir að stöðu mála megi réttilega lýsa sem köldu stríði.Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.Vísir/AFPJafngildir hernaðarárás „Hafi þetta hugtak kalt stríð einhverja merkingu í samskiptum ríkja þá er erfitt að lýsa samskiptum Rússa og vesturlandanna með einhverju öðru. Auðvitað er þetta kalt stríð.“ Eiríkur segir þó ýmislegt ólíkt með ástandinu nú og Kalda stríðinu svonefnda frá lokum seinni heimsstyrjalar til falls Berlínarmúrsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þetta er annars konar kalt stríð og auðvitað er það brostið á. Sé það rétt, sem haldið er fram, að rússnesk stjórnvöld hafi gert eiturefnaárás í Bretlandi, jafnvel ekki aðeins eina heldur fleiri til, þá jafngildir það auðvitað hernaðaraðgerð. Þar sem hún er gerð í öðruríki þá jafngildir það hernaðarárás,“ segir Eiríkur. Öll brögð beri þess merki að fólk treysti ekki hvert öðru, deilan magnist, og kallist í fræðibókum kalt stríð. Um sömu leikendur sé að ræða og áður en leiðandi afl annað þegar komi að vestrinu. „Nú eru það ekki lengur Bandaríkin sem eru hið leiðandi afl heldur er það ESB með Berlín og París í broddi fylkinga þétt saman með Bretum sem eru þrátt fyrir allt í Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur og vísar til Brexit ferlisins. Aðspurður hversu stór ákvörðun þetta sé í stærra samhengi, að vísa erindrekum úr land, segir Eiríkur hana enga risaákvörðun.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPBaða sig í sviðsljósi HM „Þetta staðfestir bara að samskiptin eru við frostmark og menn eiga engin tæki eða tól til að tala saman lengur. Leiðtogar á borð við Vladímír Pútín, sem virðist hafa það að markmiði að endurreisa Rússland sem einhvers konar heimsveldi á pari við það sem Sovétríkin voru eina tíð, slær þá ekkert útaf laginu þótt einhverjir diplómatar séu reknir frá einhverjum löndum. Þetta hefur lítil áhrif á mann á þeirri vegferð.“ Innan við þrír mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í knattspyrnu. Þar á Ísland fulltrúa í fyrsta skipti. Til tals hefur komið að ráðamenn sniðgangi leikana í mótmælaskyni. Eiríkur er ekki viss um að aðgerðir dagsins hafi meiriháttar áhrif á frekari mótvægisaðgerðir. „Það var auðvitað þannig að nokkrar þjóðir kusu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980, eftir innrás Sovétmanna í Afganistan,“ rifjar Eiríkur upp. Ekkert bendi til þess að svipað verði uppi á teningnum núna.Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.Vísir/GettyBusiness as usual „Bretar brugðust við með mildasta móti með því að senda ekki einhver fyrirmenni. Það var táknræn aðgerð sem hefur engin áhrif á þá Kremverja,“ segir Eiríkur. Hann á von á því að menn reyni að halda fótboltanum fyrir utan deiluna. Eitthvað meira þurfi til. „Maður sér ekki að Pútín muni magna þessa deilu í aðdraganda mótsins. Hann vill gjarnan geta baðað sig í ljóma þess.“ Aðgerðir dagsins megi flokka sem „business as usual“ og vísar til svipaðra aðgerða í kringum innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðgerðir Íslands í tengslum við tíðindi dagsins. Áfram sé fylgst með gangi mála. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. „Hann hrekur bara eitthvað lið út úr Rússlandi í staðinn,“ segir Eiríkur. Bandaríkin, Kanada og fjölmargar Evrópuþjóðir gripu til fyrrnefndra aðgerða í dag til að bregðast við meintri eiturefnaárás Rússa á Srgei Skripal í Englandi í byrjun mars. Rússar neita því að hafa nokkuð haft með árásina að gera. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir aðgerðir dagsins vera sögulegar og þær muni auka öryggi ríkjanna. Rússar geti ekki brotið alþjóðalög eins og þeim sýnist. Eiríkur Bergmann segir að stöðu mála megi réttilega lýsa sem köldu stríði.Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.Vísir/AFPJafngildir hernaðarárás „Hafi þetta hugtak kalt stríð einhverja merkingu í samskiptum ríkja þá er erfitt að lýsa samskiptum Rússa og vesturlandanna með einhverju öðru. Auðvitað er þetta kalt stríð.“ Eiríkur segir þó ýmislegt ólíkt með ástandinu nú og Kalda stríðinu svonefnda frá lokum seinni heimsstyrjalar til falls Berlínarmúrsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þetta er annars konar kalt stríð og auðvitað er það brostið á. Sé það rétt, sem haldið er fram, að rússnesk stjórnvöld hafi gert eiturefnaárás í Bretlandi, jafnvel ekki aðeins eina heldur fleiri til, þá jafngildir það auðvitað hernaðaraðgerð. Þar sem hún er gerð í öðruríki þá jafngildir það hernaðarárás,“ segir Eiríkur. Öll brögð beri þess merki að fólk treysti ekki hvert öðru, deilan magnist, og kallist í fræðibókum kalt stríð. Um sömu leikendur sé að ræða og áður en leiðandi afl annað þegar komi að vestrinu. „Nú eru það ekki lengur Bandaríkin sem eru hið leiðandi afl heldur er það ESB með Berlín og París í broddi fylkinga þétt saman með Bretum sem eru þrátt fyrir allt í Evrópusambandinu,“ segir Eiríkur og vísar til Brexit ferlisins. Aðspurður hversu stór ákvörðun þetta sé í stærra samhengi, að vísa erindrekum úr land, segir Eiríkur hana enga risaákvörðun.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPBaða sig í sviðsljósi HM „Þetta staðfestir bara að samskiptin eru við frostmark og menn eiga engin tæki eða tól til að tala saman lengur. Leiðtogar á borð við Vladímír Pútín, sem virðist hafa það að markmiði að endurreisa Rússland sem einhvers konar heimsveldi á pari við það sem Sovétríkin voru eina tíð, slær þá ekkert útaf laginu þótt einhverjir diplómatar séu reknir frá einhverjum löndum. Þetta hefur lítil áhrif á mann á þeirri vegferð.“ Innan við þrír mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í knattspyrnu. Þar á Ísland fulltrúa í fyrsta skipti. Til tals hefur komið að ráðamenn sniðgangi leikana í mótmælaskyni. Eiríkur er ekki viss um að aðgerðir dagsins hafi meiriháttar áhrif á frekari mótvægisaðgerðir. „Það var auðvitað þannig að nokkrar þjóðir kusu að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980, eftir innrás Sovétmanna í Afganistan,“ rifjar Eiríkur upp. Ekkert bendi til þess að svipað verði uppi á teningnum núna.Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladímír Pútín, forseti Rússlands.Vísir/GettyBusiness as usual „Bretar brugðust við með mildasta móti með því að senda ekki einhver fyrirmenni. Það var táknræn aðgerð sem hefur engin áhrif á þá Kremverja,“ segir Eiríkur. Hann á von á því að menn reyni að halda fótboltanum fyrir utan deiluna. Eitthvað meira þurfi til. „Maður sér ekki að Pútín muni magna þessa deilu í aðdraganda mótsins. Hann vill gjarnan geta baðað sig í ljóma þess.“ Aðgerðir dagsins megi flokka sem „business as usual“ og vísar til svipaðra aðgerða í kringum innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að engin ákvörðun hafi verið tekin um aðgerðir Íslands í tengslum við tíðindi dagsins. Áfram sé fylgst með gangi mála.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag. 26. mars 2018 14:58
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03